19. fundur stjórnar Almannaheilla. samtaka þriðja geirans, haldinn fimmtudaginn 25. febrúar 2010. Kl, 8.30, í húsi Krabbameinsfélags Íslands að Skógarhlíð 8, Reykjavík.
Mætt: Guðrún Agnarsdóttir, Björgólfur Thorsteinsson, Einar Haraldsson, Eva Þengilsdóttir, Jónas Guðmundsson og Júlíus Aðalsteinsson sem ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
- 1. Siðareglur: Rædd var nauðsyn siðareglna vegna aukinnar tortryggni í samfélaginu. Aðildarfélög hvött til að samþykkja fyrirliggjandi siðareglur.
- 2. Stefnumót Heilbrigðisráðherra 24. mars: Almannaheill munu leggja áherslu á sín baráttumál um breytingar á skattaumhverfi og skýrari lagaramma.
- 3. Nefnd um skýrari lagaramma: Nefndin hefur fundað og Hrafn Bragason, fv. hæstaréttardómari hefur tekið saman álitsgerð um málið fyrir nefndina.
- 4. Námskeið: Eva hefur verið í sambandi við Ómar Kristmundsson, em hefur áhuga á samstarfi HÍ og Almannaheilla um námskeiðahald. Eva kannar hvort hann hafi tök á að koma á næsta stjórnarfund til að ræða þessar hugmyndir.
- 5. Ráðstefna: Stefnt að ráðstefnu fimmtudaginn 18. Mars kl. 12:00-13:30 þar sem fjallað verði um ábyrgð stjórnarmanna og siðareglur/siðlega starfsemi.
- 6. Aðalfundur: Rædd var tímasetning aðalfundar en ákvörðun frestað.
Fundi slitið kl. 10:00
Júlíus Aðalsteinsson