![](https://i0.wp.com/almannaheill.is/wp-content/uploads/2019/02/ollheimsmarkmid-1024x662.jpg?resize=750%2C485)
Verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og Almannaheill – samtök þriðja geirans hafa gert með sér samkomulag um kynningarstarf til handa félagasamtökum um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna næstu 12 mánuði.
Tilgangur verkefnisins er að hvetja félagasamtök á íslandi til að samþætta heimsmarkmiðin inn í daglega starfsemi sína.
Í samkomulaginu felst að verkefnastjórnin og Almannaheill standa saman að fræðslufundum, Almannaheill miðli upplýsingum á vef sínum og kanni vitund félaga í árlegri könnun sinni. Haldnir verða fræðslufundir um heimsmarkmiðin og boðið verður upp á vinnustofur um innleiðingu heimsmarkmiðanna í stefnu og vinnu félagasamtaka.
Almannaheill kynnir heimsmarkmiðin gagnvart félagasamtökum á vefmiðlum sínum.
Sagðar verða fréttir af félagasamtökum sem styðjast við heimsmarkmiðin og félagasamtök verða hvött til að miðla upplýsingum í upplýsingagátt á vefsíðu markmiðanna, heimsmarkmidin.is.
Þá mun Almannaheill kanna meðal aðildarfélaga vitund um heimsmarkmiðin og notkun þeirra.