Category: Fréttir

Aðalfundur Almannaheilla

Hér með er boðað til aðalfundar Almannaheilla miðvikudaginn 24. maí kl. 16-18 í húsnæði Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík.   Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.   – Kosning fundarstjóra, fundarritara. – Ávörp gesta. – Skýrsla stjórnar um nýliðið starfsár og starfið framundan. – Skýrsla um fjárhag samtakanna og fjárhagsáætlun. – Umræður um skýrslur og afgreiðsla ársreiknings. – Kosning stjórnar… Sjá meira →

Geta Almannaheillasamtök leyst helstu krísur samtímans?

Jon Van Til, fyrrum forseti ARNOVA, alþjóðasamtaka sérfræðinga um málefni þriðja geirans, og ritstjóri Nonprofit and Voluntary Sector Quarterly flytur erindi á morgunverðarfundi Almannaheilla, samtaka þriðja geirans, 27. apríl um getu almannaheillasamtaka til að takast á við helstu krísur samtímans. Van Til fjallar um þær ógnir sem um þessar mundir steðja að samfélögum á Vesturlöndum og víðar en hann telur að almannaheillasamtök ættu að vera betur en flestir aðrir í stakk búin til að takast á við þessa óheillaþróun. Á sama tíma væri þeim sjálfum víða ógnað af valdhöfum og stórfyrirtækjum. Van til kynnir hugmyndir um hvernig almannaheillasamtök geti með árangursríkum hætti eflt lýðræðisleg gildi og beitt sér á grundvelli þeirra í baráttu fyrir brýnum málefnum samtímans.

 

Akóges salurinn í Lágmúla

Van Til var lengi prófessor í lögum við Rutgers University í Bandaríkjunum, en býr nú bæði þar og í Ungverjalandi. Hann hefur ritað fjölda bóka, sú nýjasta er The Hungarian Patient: Social Opposition to an Illiberal Democracy. Önnur bóka hans fjallar um átökin á Norður-Írlandi, Resolving Community Conflicts and Problems: Public Deliberation and Sustained Dialogue. Hann hefur einnig skrifað þrjár bækur um málefni þriðja geirans, en þekktust af þeim er Growing Civil Society.

 

Fyrirlesturinn verður fluttur í Akoges-salnum við Lágmúla og hefst kl. 8.30. Að honum loknum gefst tækifæri til að varpa fram spurningum og athugasemdum. Fundinum lýkur kl. 10.

 

Skráning á fundinn

 

Þriðja leiðin að velferð – málþing Almannaheilla á Fundi fólksins

Árlegt málþing Almannaheilla fer fram á Fundi fólksins Norræna húsið – Aðalsalur, föstudag 2. september 2016 kl. 14:00 – 15:00     Við fáum til okkar í sófaspjall þrjá stjórnmálamenn til að fjalla um hlutverk almannaheillasamtaka í sköpun velferðar. Þátttakendur: Eygló Harðardóttir, velferða- og húsnæðismálaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Ragnheiður Ríkarðsdóttir, Velferðarnefnd Alþingis   Umræðustjóri er Ketill Berg… Sjá meira →

Aðalfundur Almannaheilla 2016

Aðalfundur Almannaheilla maí 2016, kl. 16-18 í húsnæði Krabbameinsfélagsins   Fundargerð   Formaður Ketill Berg Magnússon setti fundinn og gerði tillögu að fundarstjóra Helga Gunnarssyni sem var og samþykkt. Fundarstjóri gerði tillögu að fundarritara Þóru Þórarinsdóttur sem var og samþykkt.  Fundarstjóri gekk til dagskrár samkvæmt lögum félagsins:   Dagskrá Kosning fundarstjóra og fundarritara – lauk með þeim hætti er þegar… Sjá meira →

Stjórnarfundur Almannaheilla 26, maí 2016

Stjórnarfundur Almannaheilla 26. maí 2016, kl. 15-16 í húsnæði Krabbameinsfélagsins Fundargerð   Mætt voru: Ketill, Ragnheiður, Þóra, Þröstur, Einar, Jónas, Þórarinn og Arnór   Dagskrá Áritun ársreikninga 2015 Inntaka nýrra félaga Önnur mál   Áritun ársreiknings Stjórnin undirritaði ársreikninga Almannaheilla fyrir árið 2015.   Aðildarumsóknir Fyrir fundinum liggur umsókn Félags lesblindra. Stjórn samþykkti aðild þeirra.   Önnur mál Hádegisfundurinn með… Sjá meira →

Fjáröflun og fjármögnun félagasamtaka – Sir Stuart Etherington

Almannaheill standa fyrir hádegisfyrirlestri um Fjáröflun og fjármögnun félagasamtaka Norræna húsið föstudag 20. maí 2016 kl. 11:30 – 13:00 Sir Stuart Etherington er framkvæmdastjóri NVCO, National Council for Voluntary Organisations í Bretlandi. Sir Stuart Etherington hefur í 22 ár verið framkvæmdastjóri NCVO í Bretlandi. Hann hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa í tengslum við þriðja geirann, m.a. fyrir bresk stjórnvöld. Hann var á… Sjá meira →

Ráðherra styrkir Fund fólksins – lýðræðishátíð um samfélagsmál

Þann 11. apríl 2016 undirrituðu Almannaheill – Samtök þriðja geirans og félags- og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttir, samning um að veita Almannaheill fjárstuðning til að standa fyrir lýðræðishátíð undir yfirskriftinni Fundur fólksins.   Fundur fólksins er að norrænni fyrirmynd og hefur um árabil verið haldin víða á Norðurlöndunum svo sem Almendalsveckan á Gotlandi í Svíþjóð, Folkemødet á Bornholm í Danmörku og… Sjá meira →

Bætt skattaumhverfi

Skattaafsláttur og niðurfelling erfðaskatts af gjöfum til almannaheillasamtaka Almannaheill vekur athygli forsvarsmanna almannaheillasamtaka á því að 19. desember síðastliðinn voru á alþingi samþykktar mikilvægar breytingar á skattalögum. Nú geta fyrirtæki styrkt almannaheillasamtök um allt að 0,75% af heildarveltu sinni og fengið þá upphæð frádregna frá tekjuskatti. Einnig hefur erfðafjárskattur af gjöfum til almannaheillasamtaka verið felldur niður. Sjá hér nýju skattalögin.… Sjá meira →

Upplýsandi málþing um frumvarp

Á málþingi Almannaheilla miðvikudaginn 18. nóvember var rætt um drög að frumvarpi um almannaheillafélög sem iðnaðar- og viðskiptaráðhera, Ragnheiður Elín Árnadóttir kynnti fyrr á þessu ári. Markmiðið á að vera bætt rekstrarumhverfi og aukið traust í garð almannaheillafélaga Ketill Berg Magnússon, formaður setti málþingið og sagði helsta markmið Almannaheilla vera að bæta rekstrarumhverfi almannaheillasamtaka og stuðla að hagsælu lagaumhverfi þeim til… Sjá meira →

Öll tungumál barna eru mikilvæg

Móðurmál – samtök um tvítyngi gekk nýlega til liðs við Almannaheill. Að því tilefni heyrðum við í formanni félagsins Renötu Emilsson Peskova og spurðum hana um félagið.   Hvers konar félag er Móðurmál og hver er tilgangurinn? Móðurmál – samtök um tvítyngi eru frjáls félagasamtök sem hafa það að aðalmarkmiði að kenna fjöltyngdum börnum móðurmál þeirra. Móðurmál hefur boðið uppá móðurmálskennslu… Sjá meira →