Tilgangurinn er að auka möguleika félagasamtaka á að afla sjálfboðaliða og halda þeim, svo starf þeirra megi dafna. Farið verður í niðurstöður rannsókna þar sem sjálfboðaliðar sjálfir hafa sagt frá því hvað drífur þá og viðheldur áhuga þeirra á að bjóða fram krafta sína og þrjú ólík félög segja frá reynslu sinni. Í umræðum gefst tækifæri til að ræða efni… Sjá meira →
Category: Fréttir
Eru þjónustusamningar ekki að virka?
Eru þjónustusamningar ekki að virka ? http://stofnanir.hi.is/thridjigeirinn/ Sjá meira →
Aðalfundur Almannaheilla
Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri og fyrrverandi dómsmálaráðherra, var kjörin formaður Almannaheilla á nýliðnum aðalfundi samtakanna. Ragna tekur við formennskunni af Guðrúnu Agnarsdóttur sem gegnt hefur henni sl. þrjú ár. Aðalfundur Almannaheilla, samtaka þriðja geirans, var haldinn 30. maí sl. Samtökin sem hafa 19 aðildarfélög hafa nú starfað í þrjú ár með einkar árangursríkum hætti. Þau hafa haldið fjölmenn málþing að eigin… Sjá meira →
Aðalfundur Almannaheilla 30. maí nk.
Aðalfundur Almannaheilla – samtaka þriðja geirans verður haldinn í húsi Krabbameinsfélags Íslands að Skógarhlíð 8, fyrstu hæð, þann 30. maí 2011 frá kl. 15:00-17:00. Sjá meira →
Samantekt á niðurstöðum Félagaþings Almannaheilla
Teknar hafa verið saman niðurstöður úr umræðum á Félagaþingi Almannaheilla 30. apríl. sl. Hægt er að nálgast niðurstöður þingsins hér að neðan. Um tvö skjöl eru að ræða: 1) Skjal með samantekt um niðurstöður þingsins 2) Ýtarlegt skjal með niðurstöðum umræðna Fyrra skjalið er Word skjal þar sem dregnar eru fram niðurstöður verkefna á hverju umræðuborði en seinna skjalið er Excel skjal… Sjá meira →
Heildarlöggjöf í brennidepli á Félagaþingi Almannaheilla
Almannaheill – samtök þriðja geirans héldu fjölmennt málþing um helgina til undirbúnings lagasetningar um frjáls félagasamtök. Fulltrúar helstu félagasamtaka landsins mættu til þingsins ásamt fulltrúum ráðuneyta og ræddu þá þætti sem þeir telja mikilvæga í nýrri löggjöf um starfsemi í þriðja geiranum. Í kjölfar skýrslu sem kynnt var í febrúar síðastliðnum á málþingi á vegum Almannaheilla og Fræðaseturs þriðja geirans… Sjá meira →
Almannaheill efna til félagaþings
Félagaþing Almannaheilla 2011 – þín þátttaka skiptir máli 30. apríl 2011 kl. 09:00-14:00 í húsnæði Krabbameinsfélags Íslands að Skógarhlíð 8, 4. hæð Almannaheill – samtök þriðja geirans hafa ákveðið að efna til málþings með þjóðfundarsniði til að undirbúa lagasetningu um frjáls félagasamtök. Félagaþingið verður haldið í húsnæði Krabbameinsfélags Íslands að Skógarhlíð 8, 4. hæð þann 30. apríl 2011 kl. 09:00-14:00.… Sjá meira →
Almannaheillasamtök starfa víða
Almannaheillasamtök eru starfandi víða um lönd. Í nágrannalöndum okkar hafa þau verið starfrækt lengi og náð markverðum árangri fyrir bættu rekstrarumhverfi frjálsra félagasamtaka og stofnana sem flokkast til þriðja geirans. Áhugavert er að skoða heimasíður félagasamtaka á norðurlöndunum og bendum við á neðangreindar heimasíður til fróðleiks. Noregur http://www.frivillighetnorge.no/no/Om_Frivillighet_Norge/ Danmörk http://www.frivillighed.dk/Webnodes/da/Web/Public/Forside Svíþjóð http://socialforum.se/se/Startsida/ og önnur áhugaverð.. http://www.concord.se/page.asp?id=56 Evrópsk samtök – Enna http://www.enna-europe.org/… Sjá meira →
Vel heppnuð málstofa um mikilvægi heildarlöggjafar um starfsemi þriðja geirans
Almannaheill og Fræðasetur þriðja geirans við Háskóla Íslands hafa nú í samvinnu við velferðarráðuneytið kynnt áhugaverða skýrslu starfshóps um mikilvægi þess að setja heildarlöggjöf um starfsemi frjálsra félagasamtaka og sjálfseignarstofnana. Í fjölsóttri hádegismálstofu sem haldin var 14. febrúar í Lögbergi af þessu tilefni ræddi ráðherra velferðarmála Guðbjartur Hannesson við fundargesti um mikilvægt hlutverk þriðja geirans í samfélaginu og fjallaði um… Sjá meira →
Mikilvægi heildarlöggjafar um starfsemi frjálsra félagasamtaka og sjálfseignarstofnana Dagsetning: 14.2.2011
Almannaheill og Fræðasetur þriðja geirans í samvinnu við velferðarráðuneytið efna til hádegismálstofu Mikilvægi heildarlöggjafar um starfsemi frjálsra félagasamtaka og sjálfseignarstofnana Hádegismálstofa verður haldin í Háskóla Íslands, Lögbergi, stofu 101, þann 14. febrúar nk. kl. 12:00-13:15. Almannaheill og Fræðasetur þriðja geirans í samvinnu við velferðarráðuneytið efna til málstofu um heildarlöggjöf um starfsemi almannaheillasamtaka. Lagaleg skilgreining slíkra samtaka gæti gefið þeim skýrari réttarstöðu… Sjá meira →