Fræðasetur þriðja geirans og Almannaheill efna til hádegismálstofu um: Matarúthlutanir: Núverandi staða og framtíðarfyrirkomulag. Hádegismálstofa verður haldin föstudaginn 21. janúar kl. 12.00 til 13.30.í ráðstefnusal Radisson SAS(Hótel Sögu) v/ Hagatorg, Reykjavík, í ráðstefnusal Harvard-1. Þúsundir einstaklinga og fjölskyldna fengu úthlutað mat í desember síðastliðnum. Sjaldan eða aldrei hafa jafnmargir leitað eftir aðstoð af þessu tagi. Vegna umfangsins hafa myndast langar… Sjá meira →
Category: Fréttir
Evrópusamvinna – tækifæri í Evrópusamstarfi. Dagsetning: 13.1.2011 – Staðsetning: Háskólatorgi fimmtudaginn 13. janúar 2011 kl. 15-17.30
Kynning á tækifærum og styrkjum í evrópsku og norrænu samstarfi verður haldin á Háskólatorgi fimmtudaginn 13. janúar 2011 kl. 15-17.30. Þar gefst færi á að hitta fulltrúa evrópskra samstarfsáætlana og þjónustuskrifstofa á Íslandi og kynna sér möguleika á styrkjum og samstarfi á öllum sviðum menntamála, rannsókna, vísinda, nýsköpunar, menningar og atvinnulífs. Einnig verða kynntar nokkrar norrænar áætlanir. Evrópusamvinna.is Sameiginlegur upplýsingavefur… Sjá meira →
Mikilvægi sjáboðaliða
Í þættinum Samfélagið í nærmynd á RÚV, ræddu þau Leifur Hauksson og Hrafnhildur Halldórsdóttir við Guðrúnu Agnarsdóttur um mikilvægi sjálfboðaliða. Sjá meira →
Vörpum ljósi á þriðja geirann
Fimmti desember er dagur sjálfboðaliðans. Næsta ár, 2011, verður evrópskt ár sjálfboðaliðans. Þessa verður minnst víða þar sem verðmætt og mikilvægt hlutverk og framlag sjálfboðaliða og samtaka þeirra til samfélagsins er metið og í hávegum haft. Löng hefð er fyrir sjálfboðaliðastarfi hjá nágrannaþjóðum okkar, bæði austan hafs og vestan, sem hefur með fjölbreyttum hætti styrkt samfélagið og velferðarmál af ýmsu… Sjá meira →
Dagur sjálfboðaliðans 5. 12. 2010
Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans er haldinn hátíðlegur 5. desember ár hvert. Markmiðið með deginum er að vekja athygli á ómetanlegu framlagi sjálfboðaliða um heim allan til starfs í þágu almannaheilla. Fögnum deginum og því mikla starfi sem unnið hefur verið! Sjá meira →
Fjármálaráðherra mælir með setningu heildarlaga um félagasamtök og endurskoðun skattareglna
Í umræðu sem fram fór nýlega á Alþingi vegna fyrirspurnar Eyglóar Harðardóttur um skattalega stöðu frjálsra félagasamtaka, sagði fjármálaráðherra frá skýrslu sem nefnd um skoðun heildarlöggjafar fyrir félagasamtök og sjálfseignarstofnanir hefur skilað af sér, og vék að skattareglum sem um þessa aðila gilda: “Niðurstaða nefndarinnar var einmitt sú að leggja til að hafist yrði handa um smíði löggjafar um félagasamtök… Sjá meira →
Opnun Fræðaseturs þriðja geirans og fyrirlestur dr. Lars Svedbergs. Dagsetning: 26.11.2010 – Staðsetning: Háskóli Íslands – Oddi, stofa 101
Fyrirlestur Dr. Lars Svedbergs prófessors í tilefni opnunar Fræðaseturs þriðja geirans Háskóli Íslands, Félagsráðgjafardeild og Stjórnmálafræðideild í samvinnu við samtökin Almannaheill býður þér til fyrilestrar dr. Lars Svedbergs, prófessors í tilefni opnunar Fræðaseturs þriðja geirans, föstudaginn 26. nóvember frá 15-17, í Odda stofu 101. Sjá nánar á: http://stofnanir.hi.is/thridjigeirinn/frettir_og_tilkynningar Einnig mun Guðrún Agnarsdóttir formaður samtakanna Almannaheilla opna nýja heimasíðu setursins. Meginhlutverk… Sjá meira →
Vel heppnuðum aðalfundi lokið
Almannaheill, samtök þriðja geirans héldu aðalfund 19. maí sl. í húsi Krabbameinsfélags Íslands að Skógarhlíð 8. Á fundinum voru samþykktar samhljóða siðareglur fyrir samtökin en unnið hefur verið að gerð þeirra í vetur. Var því sérstaklega fagnað að samtökin hefðu nú sett sér slíkar reglur. Einstök aðildarfélög geta á grundvelli þeirra sett sér sértækari siðareglur. Stjórn, varastjórn og formaður voru… Sjá meira →
Vel heppnuðum aðalfundi lokið
Almannaheill, samtök þriðja geirans héldu aðalfund 19. maí sl. í húsi Krabbameinsfélags Íslands að Skógarhlíð 8. Á fundinum voru samþykktar samhljóða siðareglur fyrir samtökin en unnið hefur verið að gerð þeirra í vetur. Var því sérstaklega fagnað að samtökin hefðu nú sett sér slíkar reglur. Einstök aðildarfélög geta á grundvelli þeirra sett sér sértækari siðareglur. Stjórn, varastjórn og formaður voru… Sjá meira →
Siðareglur Almannaheilla samþykktar á aðalfundi 2010
SIÐAREGLUR ALMANNAHEILLA TILGANGUR SIÐAREGLNA Að veita aðilum Almannaheilla stuðning í veigamiklu hlutverki sínu að vinna að almannaheill í gegnum mannrækt, heilsuvernd og -eflingu, umhverfisvernd og annað sem aðilar að samtökunum standa fyrir. Að styrkja ímynd aðila Almannaheilla, viðhalda og auka traust almennings á starfi þeirra með því að upplýsa um gildi sem móta starfið. Að efla gegnsæi, góða stjórnarhætti og… Sjá meira →