Fundur fólksins verður haldinn í Norræna húsinu og Grósku hugmyndahúsi, núna um helgina, föstudaginn 16. september og laugardaginn 17.september. Almannaheill stendur fyrir tveimur viðburðum á laugardeginum í Grósku, kl. 14:00 og kl. 15:00. Streymt verður frá öllum viðburðum sem fara fram í Norræna húsinu og Grósku. Tilgangur Fundar fólksins er að skapa vandaðan vettvang þar sem boðið er til samtals… Sjá meira →
Category: Fréttir
Nýjum skattareglum félagasamtaka fagnað á aðalfundi Almannaheilla
Á aðalfundi Almannaheilla, samtaka þriðja geirans, sem haldinn var í byrjun júní, var fagnað gildistöku laga um nýtt rekstrarform almannaheillafélaga og nýjum ívilnandi skattareglum fyrir samtök sem vinna almannaheill sem nýlega tóku gildi. Almannaheillasamtök gera ráð fyrir að þessar lagabætur styrki rekstrarumhverfi þeirra í landinu til muna – þau eigi nú kost á skýrara rekstrarformi en áður, sem skilgreini réttindi… Sjá meira →
Aðalfundur Almannaheilla 2022
Stjórn Almannaheilla, samtaka þriðja geirans, boðar til aðalfundar samtakanna. Aðalfundur Almannaheilla verður haldinn fimmtudaginn 2. júní nk. kl. 15.30 í húsi Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð 8, Reykjavík. Fundarstjóri verður Breki Karlsson. Í lögum samtakanna segir: grAðalfundur Almannaheilla fer með æðsta vald og ákvörðunarrétt í málefnum samtakanna. Skal hann að jafnaði haldinn fyrir 15. júní ár hvert. Senda skal út fundarboð til… Sjá meira →
Skráningar á Almannaheillaskrá og Almannaheillafélagaskrá
Með breytingum á skattalögum og setningu laga um félög til almannaheilla seint á síðasta ári voru opnaðar tvær skrár fyrir almannaheillasamtök: Almannaheillaskrá – yfir þau samtök sem njóta sérstakra skattalegra ívilnana. Almannaheillafélagaskrá – yfir þau félög sem skráð eru undir lög um félög til almannaheilla frá 2021. Sjá meira →
Fólk í Úkraínu treystir á þig
Mörg af félagasamtökum Almannaheilla hafa brugðist við neyðinni í Úkraínu og komu flóttafólks til Íslands með ýmsum hætti. Öryrkjabandalag Íslands og Þroskahjálp, ásamt samtökunum Tabú og Átaki, hafa hafið söfnun fyrir fatlað fólk í Úkraínu. Samtökin afhentu utanríkisráðherra áskorun vegna fatlaðs fólks í Úkraínu og sendu jafnframt frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem skorað var á stjórnvöld að grípa tafarlaust… Sjá meira →
Félög til almannaheill hádegisfyrirlestur
Um 30 manns sóttu hádegisfyrirlestur með Áslaugu Björgvinsdóttur sem haldin var 3. mars síðastliðinn, í Odda og á Zoom. Fyrir þá sem ekki komust á fundinn má hér finna upptöku af fundinum af Zoom, sjá einnig glærur hér fyrir neðan. Hægt er að hafa samband við Áslaugu með tölvupósti með fyrirspurnir í netfangið aslaug@logman.is: Sjá meira →
Frjáls félagasamtök skipta sköpum fyrir þróun samfélagsins
Félagasamtök snerta með einum eða öðrum hætti líf flestra í landinu –annað hvort í gegnum beina þátttöku eða með því að njóta góðs af starfi þeirra. Félagasamtök hafa tekið tekið að sér mikilvæg hlutverk í þjónustu við almenning og sérstaklega ákveðna þjóðfélagshópa. Þau glíma ekki síður við að leysa ný samfélagsleg vandamál; þau eru í sjálfu sér farvegur fyrir hugðarefni,… Sjá meira →
Hugsað í heimsmarkmiðum
Vinnustofa um heimsmarkmiðin miðvikudaginn 2. mars kl. 08:15-11:15 í sal Allsherjarþings í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna, Laugavegi 77 (4.hæð) 101 Reykjavík Vinnustofa Almannaheilla og ´Félags sameinuðu þjóðanna fyrir fulltrúa hjá frjálsum félagasamtökum til þess að byrja að kortleggja verkefni sín, tengja við og innleiða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í starfsemi sinni. Markmiðið með vinnustofunni er að þátttakendur nái dýpri þekkingu á þeim… Sjá meira →
Öllum til heilla samtal um samfélagslistir
Vekjum athygli á viðburðaröðinni “ÖLLUM TIL HEILLA samtal um samfélagslistir” sem Reykjavíkurkademían, Öryrkjabandalag Íslands, Listahátíð í Reykjavík, Listaháskóla Íslands, Borgarleikhúsið, Reykjavíkurborg og List án landamæra, standa fyrir vorið 2022. Fyrsti viðburðurinn af fimm “HVAÐ ERU SAMFÉLAGSLISTIR?” fer fram miðvikudaginn 16. febrúar kl. 15-17 á Stóra sviði Borgarleikhússins og í beinni útsendingu í streymi. Vegna samgöngutakmarkana þarf að skrá þátttöku á upphafsviðburðinn… Sjá meira →
Félög til almannaheilla, fimmtudaginn 3. mars kl. 12
Hádegisfundi Almannaheilla og Vaxandi með Áslaugu Björgvinsdóttur lögmanni og sérfræðingi í félagarétti sem átti að vera fimmtudaginn 10. febrúar kl. 12 er frestað til fimmtudagsins 3. mars kl. 12:00. Málstofan er opin öllum og fer fram í Háskóla Íslands, Oddi stofa 206, og í gegnum Zoom. Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að skrá sig hér. Áslaug fjallar um nýja almannaheillafélagsformið… Sjá meira →