Félagar í Oddfellowreglunni á Íslandi afhentu, við hátíðlega athöfn í gær, Almannaheillum nýtt skrifstofuhúsnæði til afnota í Urriðaholti. Þetta er fyrsta fasta skrifstofa samtakanna. Stefnt hefur verið að formlegri vígslu húsnæðisins frá því í byrjun árs en samkomutakmarkanir hafa hamlað því. Guðrún Helga Bjarnadóttir, varaformaður Almannaheilla, bauð gesti velkomna, sérstaklega fulltrúa Oddfellowreglunnar. Á eftir henni steig Steindór Gunnlaugsson, formaður Styrktar-… Sjá meira →
Category: Fréttir
Aðalfundur Almannaheilla 2021
Stjórn Almannaheilla, samtaka þriðja geirans, boðar til aðalfundar samtakanna. Aðalfundurinn verður haldinn fimmtudaginn 3. júní nk. kl. 15:30 að Urriðaholtsstræti 14, Garðabæ. Fundarstjóri verður Bryndís Snæbjörnsdóttir. Í lögum samtakanna segir: 4. grAðalfundur Almannaheilla fer með æðsta vald og ákvörðunarrétt í málefnum samtakanna. Skal hann að jafnaði haldinn fyrir 15. júní ár hvert. Senda skal út fundarboð til aðildarfélaga með minnst fjögurra vikna fyrirvara. Í… Sjá meira →
Samningar í 3ja geiranum – skipulögð framtíð
Tíundi hádegisfundur Almannaheilla og Vaxandi í vetur Á rafrænum hádegisfundi Almannaheilla, samtaka þriðja geirans og Vaxandi, miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun við Háskóla Íslands verður umfjöllunarefnið; Samningar í þriðja geiranum – skipulögð framtíð. Þóra Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Áss styrktarfélags, mun fjalla um gerð þjónustusamninga hjá almannaheillasamtökum. Þóra hefur víðtæka reynslu í þriðja geiranum en starfsemi þriðja geirans er án hagnaðarvonar. Hún hefur… Sjá meira →
Samfélagsleg verkefni sem vekja athygli: Hádegisfundur Almannaheilla og Vaxandi
Á níunda hádegisfundi Almannaheilla, samtaka þriðja geirans og Vaxandi, miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun við Háskóla Íslands fáum við góða gesti frá almannaheillasamtökunum Ungum umhverfissinnum, Góðvild og Geðhjálp. Samtökin hafa undanfarið vakið athygli á mikilvægum samfélagslegum málefnum með nýskapandi aðferðum. Dagskrá: 1. Egill Ö. Hermannsson, gjaldkeri Ungra umhverfissinna Ungir umhverfissinnar hafa nýlokið herferð Loftslagsverkfallsins #AÐGERÐIRSTRAX sem var til þess gerð að vekja athygli… Sjá meira →
Aukinn skattlegur hvati til stuðnings við almannaheillastarfsemi
Nýsamþykkt lög fela í sér hvetjandi skattaívilnanir til stuðnings við almannaheillastarfsemi og lækkun á skattaálögum almannaheillasamtaka. Almannaheill fagna breytingunum sem stóru skrefi í átt að sambærilegu skattaumhverfi almannaheillasamtaka hér á landi og í helstu samanburðarlöndum Íslands; samtökin beina því til almannaheillasamtaka í landinu að kynna sér breytingarnar til hlítar og nýta sér alla þá möguleika sem felast í nýju lögunum. Breytingarnar efla ótvírætt möguleika samtaka sem… Sjá meira →
Markaðssetning félagasamtaka: Hádegisfundur Almannaheilla og Vaxandi
Á rafrænum hádegisfundi Almannaheilla, samtaka þriðja geirans og Vaxandi, miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun við Háskóla Íslands verður umfjöllunarefnið markaðssetning félagasamtaka. Gestur fundarins er Laila Sæunn Pétursdóttir sem hefur umsjón með markaðsmálum Krafts, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda. Hún fjallar um undirbúning og framkvæmd markaðsherferða og kynnir markaðsherferðir sem hún hefur unnið. Er markaðsstarf félagasamtaka frábrugðið… Sjá meira →
Skattalegt umhverfi þriðja geirans eflt: Málþing Almannaheilla og Vaxandi
Nú er til umræðu frumvarp til laga sem felur í sér breytingar á ýmsum lögum um skatta og gjöld með það að leiðarljósi að styrkja og efla skattalegt umhverfi þeirra lögaðila sem starfa til almannaheilla og falla undir svonefndan þriðja geira. Á rafrænu málþingi Almannaheilla, samtaka þriðja geirans og Vaxandi, miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun hjá Háskóla Íslands, 11. febrúar nk. verður frumvarpið… Sjá meira →
Áfengi stendur í vegi fyrir heimsmarkmiðum
IOGT á Íslandi hefur nýlega þýtt og gefið út vandaðan bækling frá MOVENDI sem fjallar um hvernig áfengi hindrar að við náum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Í bæklingnum er sýnt fram á að áfengi hindrar og tálmar að við náum 14 af 17 markmiðunum. Í bæklingnum er farið í gegnum markmiðin og skoðað hvað má betur fara. IOGT á Íslandi segir… Sjá meira →
Vaxandi: Umræðuvettvangur fyrir félagasamtök
„Nýja vefnum er ætlað að vera upplýsinga- og umræðuvettvangur fyrir íslensk félagasamtök. Ætlunin er að miðla hagnýtum upplýsingum um stjórnun, skipulag og rekstur félagasamtaka og annarra sem starfa án hagnaðarvonar. Vonast er til að vefurinn komi að haldi fyrir frumkvöðla – þá sem eru að taka sín fyrstu spor með samfélagsleg verkefni – og líka rótgróin félög sem vilja bregðast… Sjá meira →
Almannaheill kynna heimsmarkmiðin
Verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og Almannaheill – samtök þriðja geirans hafa gert með sér samkomulag um kynningarstarf til handa félagasamtökum um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna næstu 12 mánuði. Tilgangur verkefnisins er að hvetja félagasamtök á íslandi til að samþætta heimsmarkmiðin inn í daglega starfsemi sína. Í samkomulaginu felst að verkefnastjórnin og Almannaheill standa saman að fræðslufundum, Almannaheill miðli upplýsingum… Sjá meira →