Fundur fólksins verður haldinn 29. nóvember kl.14:00-18:00 í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í Reykjavík. Fyrir örfáum vikum varð ljóst að þessi dagur er dagurinn fyrir þingkosningar. Það á reyndar vel við að halda fundinn í aðdraganda kosninga, enda er leiðarljós Fundar fólksins að efla lýðræði og samfélagsþátttöku. Hlutverk Fundar fólksins er að búa til vettvang til samtals milli frjálsra félagasamtaka, stjórnmálafólks og almennings. Það… Sjá meira →
